Kallað eftir ábyrgri umræðu 20. október 2010 06:00 Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun