Körfubolti

Ida Tryggedsson stoppaði stutt í Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Danski leikmaðurinn Ida Tryggedsson stoppaði stutt i Grindavík en hún fór af landi brott í gær tveimur dögum áður en Grindavíkurliðið spilaði sinn fyrsta leik í mótinu. Grindavík mætir Fjölnir í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna á morgun.

„Jóhann þjálfari var einnig búin að tryggja sér þjónustu danskrar stelpu Idu en hún fór að landi brott í morgun vegna persónulegra ástæðna og ekki er búist við að hún spili með liðinu í vetur," segir í frétt á heimasíðu Grindavíkur.

Ida Tryggedsson fór á kostum í æfingaleik sem hún spilaði með Grindavík á móti Njarðvík á dögunum en hún skoraði þá 31 stig í naumu tapi.

Tryggedsson var eini erlendi leikmaður Grindavíkurliðsins sem hefur misst marga lykilmenn frá því í fyrra þar á meðal Írisi Sverrisdóttur (fór í Hauka), Ingibjörgu Jakobsdóttur (fór í Keflavík), Jovönu Lilju Stefánsdóttur flutti til Þýskalands) og Petrúnellu Skúladóttur (ófrísk) sem allar voru vanar að vera í byrjunarliði liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×