Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 25. nóvember 2010 20:55 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira