Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. ágúst 2010 10:51 Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun