Þingið svipti flesta brotaþola bótunum 7. október 2010 06:00 Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira