Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi 19. maí 2010 04:00 telja Lífeyrissjóði gegna mikilvægu hlutverki Salvör Nordal og Steingrímur J. Sigfússon voru ræðumenn á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira