Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni 26. apríl 2010 12:54 Fernando Alonso er bjartsæynn á gott gengi á árinu með Ferrari. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira