Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni 26. apríl 2010 12:54 Fernando Alonso er bjartsæynn á gott gengi á árinu með Ferrari. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira