Handbolti

Gunnar Steinn og félagar töpuðu aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson í leik með HK.
Gunnar Steinn Jónsson í leik með HK.

Úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú í fullum gangi en Drott tapaði í gær fyrir Ystad í þriðja leik liðanna í undanúrslitum.

Drott vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur í röð. Ystad getur því tryggt sér sæti í úrslitaleiknum með sigri í leik liðanna á heimavelli Drott annað kvöld.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Drott í leiknum í gær sem Ystad vann naumlega, 28-27.

Sävehof er þegar komið í úrslitaleikinn sem fer fram í Malmö þann 8. maí næstkomandi eftir 3-0 sigur á Guif sinni undanúrslitarimmu. Kristján Andrésson er þjálfari Guif og bróðir hans, Haukur, leikur með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×