Oddviti L-listans: Bíðum róleg 27. maí 2010 15:36 „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu,“ segir Geir. „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43