Tiger snýr aftur á Masters Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2010 15:28 Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið. „Ég vann mitt fyrsta stórmót á þessum stað og ég ber mikla virðingu fyrir þessu móti. Eftir langan og nauðsynlegan tíma fjarri golfvellinum þá tel ég mig loksins vera tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn," sagði Tiger í dag. „Stórmótin hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og sem atvinnumaður get ég ekki sleppt því að mæta á Augusta. Jafnvel þó svo ég hafi ekki keppt í langan tíma." Masters-mótið hefst þann 8. apríl næstkomandi. Woods hefur ekki keppt á móti síðan 15. nóvember. „Ég hef verið í stífri meðferð síðustu tvo mánuði og sú meðferð mun halda áfram. Þó svo ég sé að fara að keppa aftur er enn ólokið mikilli vinnu með mitt líf. „Þegar ég gat loksins farið að hugsa um golf aftur þá gerði ég mér strax grein fyrir að Masters væri fyrsta mótið sem ég gæti tekið þátt í," sagði Tiger Woods. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið. „Ég vann mitt fyrsta stórmót á þessum stað og ég ber mikla virðingu fyrir þessu móti. Eftir langan og nauðsynlegan tíma fjarri golfvellinum þá tel ég mig loksins vera tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn," sagði Tiger í dag. „Stórmótin hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og sem atvinnumaður get ég ekki sleppt því að mæta á Augusta. Jafnvel þó svo ég hafi ekki keppt í langan tíma." Masters-mótið hefst þann 8. apríl næstkomandi. Woods hefur ekki keppt á móti síðan 15. nóvember. „Ég hef verið í stífri meðferð síðustu tvo mánuði og sú meðferð mun halda áfram. Þó svo ég sé að fara að keppa aftur er enn ólokið mikilli vinnu með mitt líf. „Þegar ég gat loksins farið að hugsa um golf aftur þá gerði ég mér strax grein fyrir að Masters væri fyrsta mótið sem ég gæti tekið þátt í," sagði Tiger Woods.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira