Engin pressa að hygla að Vettel 13. júlí 2010 09:54 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner ásamt liðsmönnum Red Bull. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira