Umfjöllun: Framstúlkur í úrslit Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 19:04 Mynd/Daníel Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir. Olís-deild kvenna Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira