Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 29. apríl 2010 05:00 Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira