Viðskipti innlent

Andri frá Origo til Ofar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Andri tekur við nýju starfi hjá Ofar.
Andri tekur við nýju starfi hjá Ofar. Sigurjón Ragnar

Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Andra Þórhallsson sem verkefnastjóra UT-kerfa. Samkvæmt tilkynningu kemur Andri til Ofar frá Origo þar sem hann hefur starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem „full-stack“ forritari á sviði hugbúnaðarlausna.

Á þeim tíma bar hann samkvæmt tilkynningu ábyrgð á tæknilegri uppbyggingu og þróun netverslunar Ofar. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt stöðugildi sem sé ætlað að styrkja tæknilega innviði Ofar og styðja við markmið fyrirtækisins um að bjóða þjónustu í efsta stigi.

„Andri er frábær viðbót við teymið hjá Ofar. Hann þekkir menninguna, fólkið og lausnirnar okkar vel og býr yfir dýrmætri reynslu sem mun nýtast okkur vel í stafrænu þróunarstarfi“, segir Sævar Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar og markaðsmála hjá Ofar.

Andri er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×