NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2010 09:00 Dwyane Wade og LeBron James bregða hér á leik í nótt. Mynd/AP Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira