Heimsendir er í nánd Andri Snær Magnason skrifar 20. febrúar 2011 06:00 Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun