Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar.
"Þetta er alltaf jafn gaman. Það er eitthvað við þessa höll, umgjörðina og allt saman," sagði Guðríður brosmild í leikslok.
"Mér fannst við sterkari. Leiðum allan leikinn og áttum þetta skilið."
Hægt er að sjá viðtali ð við Gurrý í heild sinni hér að ofan.
