Ecclestone vill koma Formúlu 1 mótinu í Barein aftur á dagskrá 23. febrúar 2011 12:23 Mótssvæðið í Barein var hannað af Hermann Tilke og fyrst notað 2003. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Bernie Ecclestone segist ætla gera sitt til þess að Barein mótið komist aftur á dagskrá á þessu ári, en mótið átti að vera 13. mars, en var fellt niður vegna ástandsins í landinu. Tuttugu mót voru á dagskrá FIA, alþjóðabílasambandins í ár og höfðu aldrei verið fleiri. Mótið í Barein átti að vera það fyrsta á árinu, en þess í stað verður Formúlu 1 mótið í Ástralíu 27. mars það fyrsta, en síðasta mót ársins verður í Brasilíu 25. nóvember. "Það sem hefur gerst í Barein er sorglegt, en fyrir mánuði síðan hlakkaði öllum til mótsins. Þá voru engin vandamál og ef allt verður með kyrrum kjörum, sem við vonum, þá munum við gera okkar besta til að koma mótinu fyrir", sagði Ecclestone í Daily Telegraph um mál Barein, samkvæmt frétt á autosport.com. Hann sagði líka að FOM, fyrirtæki sem hann starfar hjá myndi bera kostnað af mótinu sem var hætt við, sem er um 40 miljónir dala. Ecclestone sagði að hann myndi ekki fara fram á greiðslu frá Barein. "Hvort þeir eru tryggðir fyrir töpuðum tekjum, af miðasölu og slíku veit ég ekki. En þetta eru sérstakar aðstæður, svipað og ef jarðskjálfti hefði orðið", sagði Ecclestone og gat þess að ef Barein mótið yrði aftur á dagskrá á þessu ári, þá þyrftu mótshaldarar að greiða hefðbundið gjald. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone segist ætla gera sitt til þess að Barein mótið komist aftur á dagskrá á þessu ári, en mótið átti að vera 13. mars, en var fellt niður vegna ástandsins í landinu. Tuttugu mót voru á dagskrá FIA, alþjóðabílasambandins í ár og höfðu aldrei verið fleiri. Mótið í Barein átti að vera það fyrsta á árinu, en þess í stað verður Formúlu 1 mótið í Ástralíu 27. mars það fyrsta, en síðasta mót ársins verður í Brasilíu 25. nóvember. "Það sem hefur gerst í Barein er sorglegt, en fyrir mánuði síðan hlakkaði öllum til mótsins. Þá voru engin vandamál og ef allt verður með kyrrum kjörum, sem við vonum, þá munum við gera okkar besta til að koma mótinu fyrir", sagði Ecclestone í Daily Telegraph um mál Barein, samkvæmt frétt á autosport.com. Hann sagði líka að FOM, fyrirtæki sem hann starfar hjá myndi bera kostnað af mótinu sem var hætt við, sem er um 40 miljónir dala. Ecclestone sagði að hann myndi ekki fara fram á greiðslu frá Barein. "Hvort þeir eru tryggðir fyrir töpuðum tekjum, af miðasölu og slíku veit ég ekki. En þetta eru sérstakar aðstæður, svipað og ef jarðskjálfti hefði orðið", sagði Ecclestone og gat þess að ef Barein mótið yrði aftur á dagskrá á þessu ári, þá þyrftu mótshaldarar að greiða hefðbundið gjald.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira