Fótbolti

Leverkusen kláraði Stuttgart í lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefan Kießling gerði tvö mörk fyrir Leverkusen í dag. / Mynd: Getty Images
Stefan Kießling gerði tvö mörk fyrir Leverkusen í dag. / Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag en Bayer Leverkusen tók á móti Stuttgart og Borussia Monchengladbach fékk Schalke í heimsókn.

Bayer Leverkusen 4-2 Stuttgart



Bayern Leverkusen er í öðru sæti deildarinnar og mátti alls ekki við því að misstíga sig þar sem toppliðið Dortmund var með tólf stiga forskot á Leverkusen fyrir leikinn í dag.

Stefan Kießling kom Leverkusen yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Tíu mínútum síðar náði Stuttgart að jafna metinn en þar var á ferðinni Martin Harnik. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust heimamenn aftur yfir eftir glæsilegt mark frá Gonzalo Castro, en aftur náði Stuttgart að jafna leikinn á 52. mínútu þegar Zdravko Kuzmanovic kom boltanum í netið.



Bayern Leverkusen náði að innbyrða sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Nafnarnir Stefan Reinartz og Stefan Kießling gerðu þá sitt markið hvor.



Leverkusen er því enn í öðru sæti deildarinnar en Stuttgart er á hinum enda töflunnar í næst neðsta sætinu og hörð fallbarátta bíður þeirra.



Borussia Monchengladbach 2-1 Shalke



Botnliðið Borussia Monchengladbach vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Shalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Peer Kluge, leikmaður Shalke kom gestunum yfir strax á 2. mínútu leiksins og útlitið var því strax heldur dökkt fyrir heimamenn.

Aðeins tíu mínútum síðar náði Monchengladbach að jafna metinn en þar var að verki Marco Reus . Mohamadou Idrissou skoraði síðasta mark leiksins á 23. mínútu en honum lauk með 2-1 sigri heimamanna.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×