Æsingalaust Icesave? Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 10. mars 2011 00:01 Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar