Æsingalaust Icesave? Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 10. mars 2011 00:01 Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun