Skoðun

Siðferðið í Icesavemálinu

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Hvernig stendur á því að sumir menn halda því fram að íslensku þjóðinni beri siðferðileg skylda til að borga Icesavekröfurnar?

Er það vegna þess að íslenskir ríkisborgarar stóðu fyrir starfseminni erlendis, þegar menn lögðu peninga sína á þessa reikninga?

Ber almenningur á Íslandi siðferðilega ábyrgð á þessari atvinnustarfsemi Íslendinga erlendis?

Auðvitað ekki. Þeir sem lögðu fé inn á reikningana í þeirri von að hafa af þeim hærri vexti en buðust hjá öðrum, verða að bera sína áhættu sjálfir.

Það er siðferðilega rangt að velta henni á okkur og það er siðferðilega rangt af okkur að taka við henni og leggja byrðarnar á börnin okkar. Fellum Icesavelögin.





Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Sjá meira


×