NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2011 09:00 Mynd/AP Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington. NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington.
NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira