Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.
Ísland vann 2-1 sigur á Kína fyrr í dag en stelpurnar unnu einnig 2-1 sigur á Svíum í sínum fyrsta leik.
Ísland er í efsta sæti riðilsins með sex stig en bæði Svíþjóð og Danmörk geta komist upp í sex stig með sigri í sínum leik á mánudaginn kemur.
Sigurvegari B-riðils mætir sigurvegaranum úr A-riðli í úrslitaleiknum en Bandaríkin eru efstir í A-riðli eftir leiki dagisns.
Lokaumferðin fer fram á mánudaginn klukkan 15.00. Þá mætast:
Ísland - Danmörk
Svíþjóð - Kína
Staðan í B-riðli:
Ísland 6 stig (4-2 í markatölu)
Svíþjóð 3 (4-2)
Danmörk 3 (2-3)
Kína 0 (1-3)
A-riðill:
Úrslit dagsins:
Japan - Finnland 5-0
Bandaríkin - Noregur 2-0
Staðan:
Bandaríkin 6 stig (4-1 í markatölu)
Japan 3 (6-2)
Noregur 3 (2-3)
Finnland 0 (1-7)
Fótbolti