Nýliðarnir með góða sigra í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 21:32 Leikmenn Aftureldingar fagna sigri. Gunnar Berg Viktorsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Hauka í N1-deild karla. Halldór Ingólfsson var rekinn sem þjálfari liðsins fyrir skömmu en liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nýliðar Aftureldingar skelltu Haukum í Mosfellsbænum í kvöld, 25-24, en hinir nýliðarnir, Selfoss, gerðu sér lítið fyrir og unnu HK-inga á útivelli á sama tíma, 27-24. Þetta breytir þó litlu um stöðu liðanna í deildinni þar sem Afturelding er enn í næstneðsta sætinu og Selfoss í því neðsta. Bæði lið munu þó gefa allt sitt í að bjarga sæti sínu í deildinni á lokasprettinum en fimm umferðir eru enn óleiknar og því tíu stig enn í pottinum. Valur er í þriðja neðsta sætinu með tólf stig, fjórum stigum á undan Aftureldingu og sex stigum á undan Selfossi. Leikurinn í Mosfellsbæ í kvöld var æsispennandi en Haukar náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik. Afturelding sneri þó leiknum sér í hag á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. Selfyssingar hafði fjögurra marka forystu í hálfleik gegn HK, 13-9, en heimamenn komust yfir í upphafi þess síðari. Selfoss gaf þá aftur í og tryggði sér að lokum nokkuð þægilegan sigur. HK er með átján stig í fjórða sæti deildarinnar og Haukar í því fimmta með sautján.HK - Selfoss 24-27 (9-13) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4, Bjarki Már Gunnarsson2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigurjón F. Björnsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Ármann D. Sigurðsson 1, Hákon Bridde 1. Mörk Selfoss: Guðjón F. Drengsson 10, Milan Ivancev 7, Ragnar Jóhannsson 6, Atli Hjörvar Einarsson 2, Gunnar ingi Jónsson 2.Afturelding - Haukar 25-24 (11-13) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6, Þrándur Gíslason 4, Reynir Ingi Árnason 4, Ásgeir Jónsson 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1, Jón Andri Helgason 1. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2. Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Hauka í N1-deild karla. Halldór Ingólfsson var rekinn sem þjálfari liðsins fyrir skömmu en liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nýliðar Aftureldingar skelltu Haukum í Mosfellsbænum í kvöld, 25-24, en hinir nýliðarnir, Selfoss, gerðu sér lítið fyrir og unnu HK-inga á útivelli á sama tíma, 27-24. Þetta breytir þó litlu um stöðu liðanna í deildinni þar sem Afturelding er enn í næstneðsta sætinu og Selfoss í því neðsta. Bæði lið munu þó gefa allt sitt í að bjarga sæti sínu í deildinni á lokasprettinum en fimm umferðir eru enn óleiknar og því tíu stig enn í pottinum. Valur er í þriðja neðsta sætinu með tólf stig, fjórum stigum á undan Aftureldingu og sex stigum á undan Selfossi. Leikurinn í Mosfellsbæ í kvöld var æsispennandi en Haukar náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik. Afturelding sneri þó leiknum sér í hag á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. Selfyssingar hafði fjögurra marka forystu í hálfleik gegn HK, 13-9, en heimamenn komust yfir í upphafi þess síðari. Selfoss gaf þá aftur í og tryggði sér að lokum nokkuð þægilegan sigur. HK er með átján stig í fjórða sæti deildarinnar og Haukar í því fimmta með sautján.HK - Selfoss 24-27 (9-13) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4, Bjarki Már Gunnarsson2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigurjón F. Björnsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Ármann D. Sigurðsson 1, Hákon Bridde 1. Mörk Selfoss: Guðjón F. Drengsson 10, Milan Ivancev 7, Ragnar Jóhannsson 6, Atli Hjörvar Einarsson 2, Gunnar ingi Jónsson 2.Afturelding - Haukar 25-24 (11-13) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6, Þrándur Gíslason 4, Reynir Ingi Árnason 4, Ásgeir Jónsson 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1, Jón Andri Helgason 1. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira