Fótbolti

Schalke sló Bayern úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raúl fagnar eftir leik í kvöld með félögum sínum.
Raúl fagnar eftir leik í kvöld með félögum sínum. Nordic Photos / Bongarts
Bayern München tapaði óvænt í kvöld fyrir Schalke í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar. Raúl skoraði eina mark Schalke á fimmtándu mínútu leiksins.

Schalke mætir Duisburg, sem leikur í þýsku B-deildinni, í úrslitaleiknum sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 21. maí næstkomandi.

Bayern er ríkjandi deildar- og bikarmeistari en hefur nú tapað tveimur leikjum með skömmu millibili sem gerir það að verkum að liðið mun líklega tapa báðum titlum.

Um helgina töpuðu Bæjarar fyrir toppliði Dortmund í deildinni sem er nú með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar og sextán stigum á undan Bayern.

Liðið er þó í ágætum málum í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 útisigur á Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×