Heimildir lögreglu Siv Friðleifsdóttir skrifar 3. mars 2011 06:00 Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar