NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2011 09:00 Channing Frye. Mynd/AP Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99 NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99
NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti