Körfubolti

Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Derrick Rose og félagar hans í Chicago eru í efsta sæti Austurdeildarinnar.
Derrick Rose og félagar hans í Chicago eru í efsta sæti Austurdeildarinnar. AP
Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum.

Indiana bætti stöðu sína í keppni um 8. sætið í Austurdeildinni með 119-117 sigri gegn New York en þetta er annar sigur Indiana gegn New York á stuttum tíma. Alls fóru fjórir leikir fram í gær og Chicago náði efsta sætinu í Austurdeildinni með góðum sigri gegn Washington.

Atlanta – Milwaukee 110-85


Joe Johnson skoraði 36 stig fyrir Atlanta – þar af 28 í fyrri hálfleik. Hann skoraði 6 þriggja stiga körfur í röð og leikmaður Atlanta hefur ekki skorað fleiri stig í leik á tímabilinu. Josh Smith skoraði 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Atlanta. Andrew Bogut frá Ástralíu skoraði 21 stig og tók 13 fráköst fyrir Milwaukee.

Indiana – New York 119-117


Danny Granger tryggði Indiana sigur með síðasta skoti leiksins rétt fyrir leikslok. Carmelo Anthony jafnaði fyrir New York 117-117 þegar 7 sekúndur voru eftir en Granger brást ekki í síðustu sókn Indiana. Hann skoraði 26 stig en Anthony skoraði 29 fyrir New York.

Chicago – Washington 98-79


Chicago hefur nú unnið 48 leiki en tapað 18 og er liðið í efsta sæti Austurdeildar. Washington lenti 17 stigum undir í fyrri hálfleik en liðið náði að minnka muninn jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Rose skoraði 23 stig fyrir Chicago en nýliðinn Jordan Crawford var stigahæstur í liði Washington með 27 stig.

Portland – Dallas 104 – 101

LaMarcus Aldridge heldur sínu striki með Portland en miðherjinn hefur blómstraði í vetur og í gær skoraði hann 30 stig og tók 8 fráköst í 104-101 sigri liðsins gegn Dallas. Brandon Roy skoraði 21 stig. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig fyrir Dallas en hann reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndinni sem hefði getað tryggt liðinu framlengingu.



Staðan í Austurdeild:

Chicago 48 - 18 (72,7%)

Boston 47 – 18 (72,3%)

Miami 46 – 21 (68,7%)

Orlando 42 – 26 (61,8%)

Atlanta 39 – 28 (58,2%)

New York 34 – 32 (51,5%)

Philadelphia 34 - 33 (50,7%)

Indiana 29 – 38 (43,3%)

-------------------------------

Charlotte 28 – 38 (42,4%)

Milwaukee 26 – 40 (39,4%)

Detroit 23 – 44 (34,3%)

New Jersey 22 – 43 (33,8%)

Toronto 18 – 48 (27,3%)

Washington 16 – 50 (24,2%)

Cleveland 12 - 53 (18,5%)

Staðan í Vesturdeild:

San Antonio 54 – 13 (80,6%)

L.A. Lakers 48 – 20 (70,6%)

Dallas 47 – 20 (70,1%)

Oklahoma City 43 – 23 (65,2%)

Denver 40 – 27 (59,7%)

Portland 38 – 29 (56,7%)

New Orleans 39 – 30 (56,5%)

Memphis 37 – 31 (54,4%)

-----------------------------------

Utah 35 – 33 (51,5%)

Phoenix 33 – 32 (50,8%)

Houston 34 – 34 (50,0%)

Golden State 30 – 37 (44,8%)

L.A. Clippers 26 – 42 (38,2%)

Minnesota 17 – 51 (25,0%)

Sacramento 16 – 49 (24,6%)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×