Icelandair mun annast miðasölu fyrir ÍSÍ fyrir ÓL í London 15. mars 2011 16:00 Ólafur Rafnsson og Birkir Hólm Guðnason handsala samninginn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908. Erlendar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908.
Erlendar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira