Handbolti

Björgvin Páll: Ég varð svolítið skelkaður

Henry Birgir Gunnarsson í Gerry Weber-höllinni skrifar
Það sést nokkuð á auga Björgvins en það hefur samt mikið lagast frá því í gær. Mynd/Vilhelm
Það sést nokkuð á auga Björgvins en það hefur samt mikið lagast frá því í gær. Mynd/Vilhelm
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst á auga í gær og misst sjón á báðum augum í svolítinn tíma.

Hann sá ekkert með öðru auganu í gær en er farinn að sjá ágætlega með því í dag. Niðurstöður rannsóknar í morgun leiddu síðan í ljós að skaðinn er ekki varanlegur.

"Ég varð svolítið skelkaður. Fimmtán mínútna aksturinn upp á spítala var langur og erfiður. Það fóru ýmsar hugsanir í gegn þá," sagði Björgvin við Vísi rétt áðan fyrir utan Gerry Weber-höllina þar sem leikur Íslands og Þýskalands fer fram á eftir.

"Þetta er sem betur fer allt að jafna sig en ég má ekkert gera í viku. Ef allt gengur vel næ ég kannski að spila um næstu helgi," sagði Björgvin Páll.

Ítarlega verður rætt við Björgvin í upphitunarþætti Stöðvar 2 Sport fyrir leikinn á eftir.

Hann hefst klukkan 16.15 en leikurinn sjálfur klukkan 16.45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×