Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2011 22:00 Kobe Bryant í leiknum á móti Miami. Mynd/AP Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk. NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk.
NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira