Handbolti

Strákarnir komnir til Þýskalands

Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson bíða hér eftir farangri landsliðsins í Frankfurt.
Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson bíða hér eftir farangri landsliðsins í Frankfurt. Mynd/Vilhelm
Handboltalandsliðið flaug í morgun til Þýskalands fyrir leik þess gegn Þjóðverjum í Halle á sunnudaginn.

Ferðalagið gekk að mestu leyti vel þrátt fyrir að einhverjar tafir hafi verið á leiðinni. Allur farangur hefur skilað sér og strákarnir munu nú halda til Bittenfeld þar sem þeir munu æfa í kvöld.

Blaðamaður Vísis er með í för og mun segja fréttir frá æfingunni að henni lokinni.

Ísland og Þýskaland eru saman í riðli í undankeppni EM 2012 og áttust við í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Ísland vann þá glæsilegan sigur, 36-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×