Ég hef áhyggjur Björn Dagbjartsson skrifar 29. mars 2011 06:00 Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar