En hvað með Gunnu og Jón, Guðmundur? Viktor J. Vigfússon skrifar 28. mars 2011 10:18 Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun