Verum raunsæ og segjum satt Gylfi Arnbjörnsson skrifar 25. mars 2011 15:23 Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Icesave Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn opinberra starfsmanna hafa nú uppi alvarlegar ásakanir á forystu ASÍ um að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé farið fram á skerðingu á áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þessar ásakanir eru með öllu tilhæfulausar. Í umræðu um samræmingu lífeyrisréttinda hafa opinberir starfsmenn lagt megináherslu á tvennt; að staðinn verði vörður um áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna – þ.e. að ekki komi til skerðingar þeirra – og að slík jöfnun verði gerð upp á við – þ.e. að réttindi á almennum vinnumarkaði verði hækkuð til jafns við opinbera vinnumarkaðinn. Jafnframt hefur verið samstaða um að lífeyriskerfið eigi að vera sjálfbært, þannig að hver kynslóð standi undir sínum réttindum en þau hvíli ekki á bakábyrgð launagreiðanda. Af hálfu ASÍ hefur verið fallist á þessar meginkröfur en einnig vakin athygli á því að þetta muni leggja gríðarlegar byrðar á ríki og sveitarfélög í náinni framtíð sem fyrirfram er vitað að muni leiða til niðurskurðar á þjónustu og uppsagna opinberra starfsmanna. Forysta ASÍ hefur a.m.k. talið mikilvægt að upplýsa félagsmenn sína og landsmenn alla um afleiðingar þessarar stefnu því byrðin af henni er svo mikil að skerðingar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á þessu ári yrðu hjómið eitt í samanburði. Ljóst hefur verið frá upphafi þessarar vinnu að núverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna er ekki sjálfbært og safnast hefur upp um 500 milljarða króna halli sem ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir. ASÍ hefur í mörg ár vakið athygli á því að þessi alvarlega staða ógni verulega stöðu og framtíð mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir það hefur þessi vandi haldið áfram að vaxa og er nú að verða óviðráðanlegur. Þennan þátt málsins hafa opinberir starfsmenn ekki viljað ræða á þessu sameiginlega borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa ASÍ og líta á það sem árás af hálfu almenns launafólks, sem greiða á reikninginn, þegar slíkt er gert. Til þess að skapa sátt í málinu hefur ASÍ haft forgöngu um að styðja opinbera starfsmenn í því að við upptöku á nýju samræmdu lífeyriskerfi verði staðið við áunninn réttindi opinbera starfsmanna. Þar með hefur forystan í reynd gengið lengra en hún gat gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en gert kröfu til þess að stjórnvöld komi til móts við þá með framlögum. Þetta var m.a. gert í viðræðunum við SA eins og fram kemur í því minnisblaði sem samtök opinberra starfsmanna tóku að sér að dreifa. Á móti hefur hins vegar verið sett fram sú krafa að lífeyriskerfið verði eftirleiðis sjálfbært þannig að reikningurinn fyrir þessum réttindum, sem nú þegar er nærri 20-föld Icesave-skuldin, stækki ekki frekar. Ef það er hins vegar sýn opinberra starfsmanna, að öll þau réttindi sem þeir gætu áunnið sér í framtíðinni teljist vera þegar áunnin réttindi og að halda eigi áfram óbreyttri skuldasöfnun í sjóðum opinberra starfsmann, er ljóst að reikningurinn mun vaxa þjóðinni yfir höfuð. Forsvarmenn opinberra starfsmanna verða að axla ábyrgð á þessari afstöðu sinni og svara því gagnvart félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hvernig greiða eigi þennan reikning. Hvernig á að vera hægt að verja mennta-, velferðar – og heilbrigðiskerfið og þar með störf opinberra starfsmanna samhliða því.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar