Handbolti

Guðlaugur: Hef ekki áhyggjur af vörninni

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Guðlaugur Arnarsson undrast dóm í leiknum í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson er með boltann.
Guðlaugur Arnarsson undrast dóm í leiknum í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson er með boltann. Sævar Geir
Guðlaugur Arnarsson var í baráttunni í miðri vörn Akureyrar í kvöld sem gerði 29-29 jafntefli við Hauka. Hann viðurkennir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið nógu góður.

"Við vorum ekki að spila vel til baka. Þeir eru að skora of mikið úr hraðaupphlaupum og úr seinni bylgjunni. Þeir skjóta líka of mikið yfir okkur. Við hjálpuðum Bubba alls ekki nóg og því náði hann ekki að taka sína bolta. Sóknin var að sama skapi góð."

"Bæði lið eru auðvitað í þvílíkri baráttu og þetta var hörkuleikur. Allt tal um titilinn er ekkert að trufla okkur þó svo að mikið sé talað um þetta. Við þurfum bara að spila handboltann okkar til að klára þetta."

"Ég held að jafntefli sé sanngörn niðurstaða þrátt fyrir að við hefðum getað stolið þessu. Þetta var fram og til baka allan leikinn og bæði lið hefðu raunar getað unnið."

"Þetta hefði verið alveg eins hefðum við spilað í hálftíma til viðbót, áhorfendum til ama," sagði Guðlaugur og hló við.

"Hann hefur engar áhyggjur af vörninni sem hefur ekki verið góð síðustu tvo leiki. "Alls ekki, við kunnum þetta og ætlum að sýna það næst," sagði Húsvíkingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×