Umfjöllun: Slátrun í Hveragerði Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. mars 2011 20:48 Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir Hamar í kvöld. Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Hamarsstúlkur sem eru deildarmeistarar unnu fyrsta leik liðanna í Hveragerði síðasta laugardag en Njarðvíkurstelpur svöruðu í Ljónagryfjunni og jöfnuðu metin sl. mánudag. Það voru 342 manns mættir og góð stemming þegar fyrsti leikhluti hófst og skiptust liðin á að halda eins stigs forskoti allt þar til Fanney Lind Guðmundsdóttir setti mikilvægan þrist á flautunni í fyrsta leikhluta sem kom þeim í forystu, 16-14, eftir fyrsta leikhluta. Segja má að Fanney hafi sett tóninn fyrir liðið sitt en Hamarsstúlkur komu á fljúgandi skriði inn í annan leikhluta og náðu 7-0 leikkafla sem neyddi Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur til að taka leikhlé. Hamarsstúlkur stöðvuðu þó ekki eftir leikhlé og tóku 8-0 kafla sem neyddi Sverri til að taka annað leikhlé. Það tók Njarðvík tæplega sex og hálfa mínútu að skora næsta stig og nýttu Hamarsstúlkur sér vel þetta ástand Njarðvíkurstúlkna og unnu leikhlutann 23-4 og var staðan 39-18 fyrir Hamar í hálfleik. Hamarsstúlkur héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku á forskotið jafnt og þétt allan leikhlutann, Njarðvík svaraði ágætlega fyrir sig en náðu ekki að minnka mun Hamarsstúlkna og var staðan 64-35 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var áframhald á þriðja leikhluta - Njarðvíkurstúlkur léku með hangandi haus og var varnarleikur þeirra mjög opinn. Hamarsstúlkur héldu áfram að auka forskot sitt sem endaði í öruggum 83-47 sigri heimamanna. Fanney Lind Guðmundsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru atkvæðamestar fyrir Hamar með 16 stig hvor á meðan Julia Demirer skoraði 12 stig/13 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 11/12 fráköst. Hamar-Njarðvík 83-47 (39-18)Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Slavica Dimovska 7/10 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 7/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Jaleesa Butler 6/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 2.Njarðvík : Julia Demirer 12/13 fráköst, Dita Liepkalne 11/12 fráköst, Shayla Fields 10/4 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Auður R. Jónsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2. Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Hamarsstúlkur sem eru deildarmeistarar unnu fyrsta leik liðanna í Hveragerði síðasta laugardag en Njarðvíkurstelpur svöruðu í Ljónagryfjunni og jöfnuðu metin sl. mánudag. Það voru 342 manns mættir og góð stemming þegar fyrsti leikhluti hófst og skiptust liðin á að halda eins stigs forskoti allt þar til Fanney Lind Guðmundsdóttir setti mikilvægan þrist á flautunni í fyrsta leikhluta sem kom þeim í forystu, 16-14, eftir fyrsta leikhluta. Segja má að Fanney hafi sett tóninn fyrir liðið sitt en Hamarsstúlkur komu á fljúgandi skriði inn í annan leikhluta og náðu 7-0 leikkafla sem neyddi Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur til að taka leikhlé. Hamarsstúlkur stöðvuðu þó ekki eftir leikhlé og tóku 8-0 kafla sem neyddi Sverri til að taka annað leikhlé. Það tók Njarðvík tæplega sex og hálfa mínútu að skora næsta stig og nýttu Hamarsstúlkur sér vel þetta ástand Njarðvíkurstúlkna og unnu leikhlutann 23-4 og var staðan 39-18 fyrir Hamar í hálfleik. Hamarsstúlkur héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku á forskotið jafnt og þétt allan leikhlutann, Njarðvík svaraði ágætlega fyrir sig en náðu ekki að minnka mun Hamarsstúlkna og var staðan 64-35 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var áframhald á þriðja leikhluta - Njarðvíkurstúlkur léku með hangandi haus og var varnarleikur þeirra mjög opinn. Hamarsstúlkur héldu áfram að auka forskot sitt sem endaði í öruggum 83-47 sigri heimamanna. Fanney Lind Guðmundsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru atkvæðamestar fyrir Hamar með 16 stig hvor á meðan Julia Demirer skoraði 12 stig/13 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 11/12 fráköst. Hamar-Njarðvík 83-47 (39-18)Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Slavica Dimovska 7/10 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 7/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Jaleesa Butler 6/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 2.Njarðvík : Julia Demirer 12/13 fráköst, Dita Liepkalne 11/12 fráköst, Shayla Fields 10/4 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Auður R. Jónsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.
Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira