Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn.
Hann átti fína innkomu í liðið í kvöld en því miður fyrir Grindvíkinga dugði það ekki til að þessu sinni.
"Þetta er mjög sárt. Við skorum tvö stig á síðustu fimm mínútunum. Samt fengum við nóg af galopnum skotum en það fór ekkert niður. Við spiluðum samt fína vörn í fjórða leikhluta en það er ekki nóg að spila fína vörn í einum leikhluta," sagði Þorleifur svekktur en honum fannst halla svolítið á sitt lið í dómgæslunni undir lokin.
"Það duttu skelfilegir dómar þeirra megin undir lokin. Þá héldu dómarar ekki línu sem var búið að gefa allan leikinn. Ég set stórt spurningamerki við dómarana undir lokin," sagði Þorleifur en tók þó fram að dómararnir hefðu ekki verið þess valdandi að Grindavík er úr leik.
"Við vorum bara lélegir. Ég vil ekki kenna dómurunum um tapið því við töpuðum þessu sjálfir. Ef við hefðum spilað eins og menn allan leikinn hefðu þessir dómar undir lokin ekki skipt máli."
Þorleifur: Við vorum lélegir
Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar
Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn



Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
