Fótbolti

Enn einn þjálfarinn rekinn í Þýskalandi - Daum tekur við Frankfurt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Skibbe á blaðamannafundi í dag.
Michael Skibbe á blaðamannafundi í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Eintracht Frankfurt var í dag enn eitt félagið til þess að reka þjálfara sinn í þýsku úrvalsdeildinni á árinu 2011 þegar Michael Skibbe þurfti að taka pokann sinn.

Christoph Daum, fyrrum þjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá Stuttgart og Besiktas, mun taka við starfinu. Daum þjálfaði síðast Köln (2006–2009) og tyrkneska liðið Fenerbahce (2003–2006 og 2009–2010).

Það hefur lítið gengið hjá Frankfurt í seinni umferðinni en liðið vann þó síðasta leikinn undir stjórn Michael Skibbe sem var fallbaráttuslagur á móti

St. Pauli.

Frankfurt er nú í 14. sæti í átján liða deild og hefur náð í 31 stig í 27 leikjum. Liðið náði í 26 stig út úr fyrri umferðinni og var þá í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur hinsvegar fengið fæst stig allra liða í seinni umferðinni eða aðeins fimm stig af 30 mögulegum.

1899 Hoffenheim, VfL Wolfsburg, Borussia Mönchengladbach, Hamburger SV og FC Schalke 04 hafa öll skipt um þjálfara það sem af er árinu 2011 þar hefur Wolfsburg skipt tvisvar um þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×