Chazny Morris með rifinn liðþófa - ekki meira með KR í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2011 17:00 Chazny Paige Morris. Mynd/Stefán KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira