Umfjöllun: KR í úrslitin eftir sextán stiga sigur á Keflavík Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 7. apríl 2011 20:07 Marcus Walker. Mynd/Daníel Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Sjá meira
Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Sjá meira
Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07
Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31
Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum