Körfubolti

Brynjar Þór: Þetta er smá aukakrókur

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Daníel
KR-ingar töpuðu öðrum leiknum í röð í framlengingu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Keflavík í kvöld og nú mætast liðin í hreinum úrslitaleik í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið.

Brynjar Þór Björnsson átti frábæran fyrri hálfleik í 103-104 tapi liðsins á móti Keflavík í kvöld en varð að sætta sig við að lenda í villunvandræðum og kólna niður í seinni hálfleiknum.

„Það er bara hluti af þessu að lenda í svona leikjum. Staðan er bara 2-2 og við vinnum á fimmtudaginn. Þetta er smá aukakrókur en það er ekki hægt að kvarta yfir svona leikjum," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.

„Þeir hittu úr svakalega stórum skotum og héldu sér inn í leiknum þannig. Það hefði síðan alveg mátt dæma villu í þriggja stiga skotinu undir lokin því þeir hafa pottþétt slegið ef ég þekki þá rétt. Það er samt ekki því að kenna að við töpuðum því við klúðruðum þessu sjálfir," sagði Brynjar.

„Þetta var smá kæruleysi hjá okkur undir lokin að missa þetta niður en við hættum að sækja og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það er bara gaman að fá þetta í oddaleik og þetta verður stuð," sagði Brynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×