Fótbolti

Markalaust í opnunarleiknum í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jónas Guðni Sævarsson í leik með KR.
Jónas Guðni Sævarsson í leik með KR. Mynd/Daníel
Boltinn er byrjaður að rúlla á Norðurlöndunum og voru Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hófst í dag en Halmstad og Kalmar gerðu markalaust jafntefli í opnunarleik deildarinnar. Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn fyrir Halmstad.

Landsliðsmennirnir Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Viking sem vann 1-0 sigur á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni.

Báðir léku allan leikinn en Viking nældi sér þar með í sín fyrstu stig í deildinni í vor.

FC Kaupmannahöfn tapaði stigi í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Esbjerg á útivelli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Sölvi Geir Ottsen var ekki í leikmannahópi liðsins. Arnór Smárason lék hins vegar allan leikinn í liði Esbjerg og átti góðan leik.

FCK er þó enn með risaforskot á toppi deildarinnar en liðið er með 58 stig. OB kemur næst með 39.

OB vann 1-0 sigur á Álaborg á útivelli. Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður á 55. mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×