Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 16:00 Marcus Walker í leik með KR. Mynd/Valli Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla. KR er með 2-1 forystu í einvíginu eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni á heimavelli á sunnudagskvöldið. Þar átti Marcus Walker stórleik, bæði í sókn og vörn, eins og svo oft áður í vetur og þá ekki síst í úrslitakeppninni. „Mér líður vel. Ég er tilbúinn og spenntur fyrir leiknum í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í lokaúrslit með liði og fæ að spila um meistaratitil. Það er engin betri tilfinning til," sagði Walker í samtali við Vísi en leikurinn í kvöld fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 19.15. „Þetta er það sem ég hef verið að hugsa um allt tímabilið - að vinna titilinn með frábæru liði. Tími minn hjá KR hefur verið frábær og það myndi toppa allt að klára tímabilið með því að vinna titilinn." Walker segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að KR ætti möguleika á að keppa um titilinn þegar hann fór að afla sér upplýsinga um liðið áður en hann kom til Íslands. „Ég komst að því að KR er mjög virt félag á Íslandi. Þá var liðsfélagi minn í háskólaboltanum (Nebraska Huskers, 2005-6), Jason Dourisseau, varð meistari með KR árið 2009. Ég gerði mér því grein fyrir því strax í upphafi að við gætum farið alla leið." Betri eftir því sem á líðurÍ umræðunni um íslenskan körfubolta síðustu daga hefur mátt heyra á mörgum að Marcus Walker sé einn allra besti Bandaríkjamaðurinn sem hefur spilað körfubolta hér á landi - ef ekki sá besti. Hverju sem því líður þá sýnir tölfræðin að hann er búinn að vera bæta sig í allan vetur og hefur þá aldrei spilað betur en einmitt nú í úrslitakeppninni, þegar mest á reynir. Samantekt á tölfræði Walkers á fyrri hluta tímabilsins, seinni hlutanum og svo úrslitakeppninni má sjá hér neðst í greininni. „Það sem mestu máli skiptir er að hafa trú á sjálfum sér og trú á guði. Það skiptir ekki máli hvernig þú byrjar tímabilið heldur hvernig þú endar það. Það geta allir spilað vel og af mikilli einbeitingu í upphafi tímabilsins en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar eru þeir sem halda því áfram út allt tímabilið." „Það má ekki láta þreytuna hafa áhrif, né heldur meiðslin. Það eru allir þreyttir og að glíma við einhver meiðsli svo seint á tímabilinu. En ég tel að einn af mínum helstu styrkleikjum er að ég er harður af mér enda er sársaukinn aðeins tímabundinn. Það þarf að klára verkið." Hraðinn minn mesti styrkurHraði Walkers hefur nýst KR-liðinu vel og segir hann sjálfur að það sé hans helsti styrkur inn á vellinum. „Mér finnst liðið vera duglegt að nýta sér hraðann og að þetta smiti líka út í liðið. Aðrir leikmenn hafa tíma til að koma sér í þá stöðu að geta tekið á móti boltanum og komið sér eða öðrum í góð færi." „Reyndar finnst mér að allir leikmenn séu hraðir, miðað við sínar stöður á vellinum. Við erum einfaldlega með hratt lið. Það er kannski bara svona áberandi hjá mér," segir hann og hlær. „Það er okkar kostur. Við getum komið okkur yfir völlinn hraðar en nokkuð annað lið í deildinni." KR hefur farið illa með Stjörnuna tvívegis í þessu einvígi en einnig tapað fyrir þeim. Walker segir aðalmálið að KR haldi sér við sinn leik, óháð því hvað andstæðingurinn gerir en Stjarnan mun án efa reyna að halda hraðanum niðri og þar með Walker í skefjum í kvöld. Hann hefur sjálfur ekki áhyggjur af því. „Við höfum spilað jafna leiki á tímabilinu og líka unnið yfirburðasigra. Lið hafa spilað svæðisvörn gegn okkur og svo maður gegn manni. Ég held að við munum bara gera það sem þjálfarinn hefur alltaf sagt - að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að gera og spila okkar leik." „Við ætlum ekki að mæta hrokafullir til leiks - heldur vel undirbúnir og einbeittir enda vitum við að þetta verður erfiður leikur." Einstakt samband við mömmuMóðir Walkers er komin til landsins og segir hann að það hafi gefið sér ómælda ánægju. Hún er nú að fara í fyrsta sinn til útlanda og fékk hún vegabréfið sitt nokkrum klukkustundum áður en hún hóf för sína til Íslands. „Það er frábær tilfinning að hafa fengið hana hingað. Ég er afar heppinn að eiga svona gott samband við mömmu mína því hún er minn besti vinur. Það er ekkert annað sem gæti fært mér meiri kraft fyrir einvígið en að hafa mömmu mína með mér," sagði Walker. „Sama hvað gerist í leiknum þá verð ég á tánum frá upphafi til enda. Það er einstakt að fá að spila í lokaúrslitum um meistaratitilinn í öðru landi með mömmu mína upp í stúku. Það mun veita mér þann kraft sem ég þarf í kvöld, sama hvað gerist." Og hann telur að KR hafi getuna til að landa titlinum í kvöld. „Ekki spurning. Við höfum allt sem þarf til þess. Það vill enginn okkar vera í stöðunni 2-2 og þurfa að spila oddaleik. Það er bara of mikið stress," sagði hann í léttum dúr. „Stuðningsmennirnir munu mæta í kvöld enda hafa þeir verið frábærir allt tímabilið. Það er því allt til staðar að klára þetta í kvöld." Tölfræði Walkers fyrir jól, eftir jól og í úrslitakeppninniStig Fyrir jól 18,5 Eftir jól 27,8 Úrslitakeppni 29,2Framlag Fyrir jól 15,9 Eftir jól 27 Úrslitakeppni 26,32ja stiga nýting Fyrir jól 57/115 - 49,6% Eftir jól 89/145 - 61,4% Úrslitakeppni 65/128 - 50,8%3ja stiga nýting Fyrir jól 16/44 - 36,4% Eftir jól 27/58 - 46,6% Úrslitakeppni 33/72 - 45,8%Heildarskotnýting Fyrir jól 73/159 - 45,9% Eftir jól 116/203 - 57,1% Úrslitakeppni 98/200 - 49,0% Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla. KR er með 2-1 forystu í einvíginu eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni á heimavelli á sunnudagskvöldið. Þar átti Marcus Walker stórleik, bæði í sókn og vörn, eins og svo oft áður í vetur og þá ekki síst í úrslitakeppninni. „Mér líður vel. Ég er tilbúinn og spenntur fyrir leiknum í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í lokaúrslit með liði og fæ að spila um meistaratitil. Það er engin betri tilfinning til," sagði Walker í samtali við Vísi en leikurinn í kvöld fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 19.15. „Þetta er það sem ég hef verið að hugsa um allt tímabilið - að vinna titilinn með frábæru liði. Tími minn hjá KR hefur verið frábær og það myndi toppa allt að klára tímabilið með því að vinna titilinn." Walker segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að KR ætti möguleika á að keppa um titilinn þegar hann fór að afla sér upplýsinga um liðið áður en hann kom til Íslands. „Ég komst að því að KR er mjög virt félag á Íslandi. Þá var liðsfélagi minn í háskólaboltanum (Nebraska Huskers, 2005-6), Jason Dourisseau, varð meistari með KR árið 2009. Ég gerði mér því grein fyrir því strax í upphafi að við gætum farið alla leið." Betri eftir því sem á líðurÍ umræðunni um íslenskan körfubolta síðustu daga hefur mátt heyra á mörgum að Marcus Walker sé einn allra besti Bandaríkjamaðurinn sem hefur spilað körfubolta hér á landi - ef ekki sá besti. Hverju sem því líður þá sýnir tölfræðin að hann er búinn að vera bæta sig í allan vetur og hefur þá aldrei spilað betur en einmitt nú í úrslitakeppninni, þegar mest á reynir. Samantekt á tölfræði Walkers á fyrri hluta tímabilsins, seinni hlutanum og svo úrslitakeppninni má sjá hér neðst í greininni. „Það sem mestu máli skiptir er að hafa trú á sjálfum sér og trú á guði. Það skiptir ekki máli hvernig þú byrjar tímabilið heldur hvernig þú endar það. Það geta allir spilað vel og af mikilli einbeitingu í upphafi tímabilsins en þeir sem standa uppi sem sigurvegarar eru þeir sem halda því áfram út allt tímabilið." „Það má ekki láta þreytuna hafa áhrif, né heldur meiðslin. Það eru allir þreyttir og að glíma við einhver meiðsli svo seint á tímabilinu. En ég tel að einn af mínum helstu styrkleikjum er að ég er harður af mér enda er sársaukinn aðeins tímabundinn. Það þarf að klára verkið." Hraðinn minn mesti styrkurHraði Walkers hefur nýst KR-liðinu vel og segir hann sjálfur að það sé hans helsti styrkur inn á vellinum. „Mér finnst liðið vera duglegt að nýta sér hraðann og að þetta smiti líka út í liðið. Aðrir leikmenn hafa tíma til að koma sér í þá stöðu að geta tekið á móti boltanum og komið sér eða öðrum í góð færi." „Reyndar finnst mér að allir leikmenn séu hraðir, miðað við sínar stöður á vellinum. Við erum einfaldlega með hratt lið. Það er kannski bara svona áberandi hjá mér," segir hann og hlær. „Það er okkar kostur. Við getum komið okkur yfir völlinn hraðar en nokkuð annað lið í deildinni." KR hefur farið illa með Stjörnuna tvívegis í þessu einvígi en einnig tapað fyrir þeim. Walker segir aðalmálið að KR haldi sér við sinn leik, óháð því hvað andstæðingurinn gerir en Stjarnan mun án efa reyna að halda hraðanum niðri og þar með Walker í skefjum í kvöld. Hann hefur sjálfur ekki áhyggjur af því. „Við höfum spilað jafna leiki á tímabilinu og líka unnið yfirburðasigra. Lið hafa spilað svæðisvörn gegn okkur og svo maður gegn manni. Ég held að við munum bara gera það sem þjálfarinn hefur alltaf sagt - að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að gera og spila okkar leik." „Við ætlum ekki að mæta hrokafullir til leiks - heldur vel undirbúnir og einbeittir enda vitum við að þetta verður erfiður leikur." Einstakt samband við mömmuMóðir Walkers er komin til landsins og segir hann að það hafi gefið sér ómælda ánægju. Hún er nú að fara í fyrsta sinn til útlanda og fékk hún vegabréfið sitt nokkrum klukkustundum áður en hún hóf för sína til Íslands. „Það er frábær tilfinning að hafa fengið hana hingað. Ég er afar heppinn að eiga svona gott samband við mömmu mína því hún er minn besti vinur. Það er ekkert annað sem gæti fært mér meiri kraft fyrir einvígið en að hafa mömmu mína með mér," sagði Walker. „Sama hvað gerist í leiknum þá verð ég á tánum frá upphafi til enda. Það er einstakt að fá að spila í lokaúrslitum um meistaratitilinn í öðru landi með mömmu mína upp í stúku. Það mun veita mér þann kraft sem ég þarf í kvöld, sama hvað gerist." Og hann telur að KR hafi getuna til að landa titlinum í kvöld. „Ekki spurning. Við höfum allt sem þarf til þess. Það vill enginn okkar vera í stöðunni 2-2 og þurfa að spila oddaleik. Það er bara of mikið stress," sagði hann í léttum dúr. „Stuðningsmennirnir munu mæta í kvöld enda hafa þeir verið frábærir allt tímabilið. Það er því allt til staðar að klára þetta í kvöld." Tölfræði Walkers fyrir jól, eftir jól og í úrslitakeppninniStig Fyrir jól 18,5 Eftir jól 27,8 Úrslitakeppni 29,2Framlag Fyrir jól 15,9 Eftir jól 27 Úrslitakeppni 26,32ja stiga nýting Fyrir jól 57/115 - 49,6% Eftir jól 89/145 - 61,4% Úrslitakeppni 65/128 - 50,8%3ja stiga nýting Fyrir jól 16/44 - 36,4% Eftir jól 27/58 - 46,6% Úrslitakeppni 33/72 - 45,8%Heildarskotnýting Fyrir jól 73/159 - 45,9% Eftir jól 116/203 - 57,1% Úrslitakeppni 98/200 - 49,0%
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli