Messi og Ronaldo skoruðu báðir - Barcelona er enn með 8 stig forskot Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. apríl 2011 19:45 Lionel Messi og félagar hans í Barcelona eru með 8 stiga forskot á Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar. Nordic Photos/Getty Images Stórliðin Real Madrid og Barcelona áttust við í hinum eina sanna El Clasíco á Bernabeu vellinum í Madrid. Barcelona í kvöld. Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skoruðu mörkin en leikurinn endaði 1-1. Það gekk mikið á í síðari hálfleik þar sem að Real Madrid missti mann af velli með rautt spjald en lokakafli leiksins var frábær þar sem Real Madrid var síst lakari aðilinn - manni færri. Fylgst var með gangi mála á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Barcelona er með 85 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig.90. mín: Leiknum er lokið, 1-1 jafntefli er niðurstaðan.89.mín: Sami Khedira átti gott skot að marki Barcelona og var nálægt því að koma Real Madrid yfir. Gríðarlegur kraftur í liði Real Madrid.81. mín, 1-1: Það er allt að gerast. Marcelo fær dæmda vítaspyrnu þar sem að Dani Alves braut á honum. Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni.71. mín: David Villa lét verja frá sér úr góðu færi. Staðan er því ennn 1-0 fyrir Barcelona.62. mín: Xavi á skot í slá og var nálægt því að koma Barcelona í 2-0.52. mín, 0-1,: Raúl Albiol fær rautt spjald fyrir brot á David Villa. Víti dæmt og Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnunni.49. mín: Ronaldo tók aukaspyrnu af um 25 metra færi og þrumaði boltanum í stöngina. Hann á enn eftir að skora gegn Barcelona.45. mín: Hálfleikur, staðan er 0-0. Cristiano Ronaldo átti frábært færi rétt undir lok fyrri hálfleiks en Börsungar björguðu á línu eftir að portúgalski landsliðsmaðurinn hafði skallað að marki af stuttu færi.43. mín: Messi var nálægt því að skora fyrir Barcelona en Casillas varði vel.28. mín: Barcelona hefur verið með boltann í 75% af leiknum. Ótrúlegir yfirburðir á þessu sviði en liðið hefur enn ekki náð að skapa sér umtalsverð færi.23. mín: Real Madrid hefur sótt aðeins meira á undanförnum mínútum en Lionel Messi átti besta færi Barcelona fram til þess en Iker Casillas markvörður Real Madrid varði glæsilega þegar Messi reyndi að vippa yfir hann. Real Madrid hefur unnið Barcelona 68 sinnum í þessum viðureignum í deildarkeppninni. Barcelona hefur 63 fagnað sigri og aðeins 30 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Og markatalan er ótrúleg - bæði lið hafa skorað 261 mörk í þessum viðureignum. Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona áttust við í hinum eina sanna El Clasíco á Bernabeu vellinum í Madrid. Barcelona í kvöld. Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skoruðu mörkin en leikurinn endaði 1-1. Það gekk mikið á í síðari hálfleik þar sem að Real Madrid missti mann af velli með rautt spjald en lokakafli leiksins var frábær þar sem Real Madrid var síst lakari aðilinn - manni færri. Fylgst var með gangi mála á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Barcelona er með 85 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig.90. mín: Leiknum er lokið, 1-1 jafntefli er niðurstaðan.89.mín: Sami Khedira átti gott skot að marki Barcelona og var nálægt því að koma Real Madrid yfir. Gríðarlegur kraftur í liði Real Madrid.81. mín, 1-1: Það er allt að gerast. Marcelo fær dæmda vítaspyrnu þar sem að Dani Alves braut á honum. Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni.71. mín: David Villa lét verja frá sér úr góðu færi. Staðan er því ennn 1-0 fyrir Barcelona.62. mín: Xavi á skot í slá og var nálægt því að koma Barcelona í 2-0.52. mín, 0-1,: Raúl Albiol fær rautt spjald fyrir brot á David Villa. Víti dæmt og Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnunni.49. mín: Ronaldo tók aukaspyrnu af um 25 metra færi og þrumaði boltanum í stöngina. Hann á enn eftir að skora gegn Barcelona.45. mín: Hálfleikur, staðan er 0-0. Cristiano Ronaldo átti frábært færi rétt undir lok fyrri hálfleiks en Börsungar björguðu á línu eftir að portúgalski landsliðsmaðurinn hafði skallað að marki af stuttu færi.43. mín: Messi var nálægt því að skora fyrir Barcelona en Casillas varði vel.28. mín: Barcelona hefur verið með boltann í 75% af leiknum. Ótrúlegir yfirburðir á þessu sviði en liðið hefur enn ekki náð að skapa sér umtalsverð færi.23. mín: Real Madrid hefur sótt aðeins meira á undanförnum mínútum en Lionel Messi átti besta færi Barcelona fram til þess en Iker Casillas markvörður Real Madrid varði glæsilega þegar Messi reyndi að vippa yfir hann. Real Madrid hefur unnið Barcelona 68 sinnum í þessum viðureignum í deildarkeppninni. Barcelona hefur 63 fagnað sigri og aðeins 30 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Og markatalan er ótrúleg - bæði lið hafa skorað 261 mörk í þessum viðureignum.
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira