Erlent

Grunaðir um að hafa ætlað að spilla fyrir hátíðahöldunum í London

MYND/AP
Um 20 manns hafa verið handteknir í Bretlandi í dag, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að spilla fyrir hátíðahöldunum í London á morgun þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kötu Middleton. Breska lögreglan réðist inn í fimm íbúðir sem hústökumenn hafa tekið yfir og í einu þeirra voru 14 handteknir.

Sky fréttastofan fullyrðir að ástæða aðgerðanna sé til að fyrirbyggja vandræði á morgun en Lundúnalögreglan Scotland Yard þvertekur fyrir að málið tengist brúðkaupinu. Opinbera ástæðan fyrir handtökunum er því að fólkið hafi verið að stela rafmagni með því að tengja fram hjá rafmagnsmælinum í húsunum. Fleiri voru handteknir víðar um borgina í dag.

John McDonnel, þingmaður á breska þinginu gagnrýnir aðgerðir lögreglunnar harðlega og á þinginu í dag sakaði hann lögregluna um að leggja fólkið, sem væri umhverfisverndarsinnar, í einelti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×