Erlent

Sittu heima ódámurinn þinn

Óli Tynes skrifar
Vilhjálmur og Kate; gestunum fækkar.
Vilhjálmur og Kate; gestunum fækkar.
Boð til sendiherra Sýrlands um að vera viðstaddur brúðkaup þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton hefur verið dregið til baka. Boðið hefur sætt gagnrýni vegna þeirrar hörku sem stjórnvöld í Sýrlandi beita andófsmenn.

 

Síðan mótmæli þeirra hófust hafa hátt í fimmhundruð verið drepnir. Stjórnvöld í Sýrlandi reyna hvað þau geta að loka fyrir fréttir þaðan. Erlendir fréttamenn hafa verið reknir úr landi og fjarskipti trufluð. Íbúar borga og bæja sem náðst hefur símasamband við segja frá skriðdrekum um allar trissur og leyniskyttum á húsþökum.

 

Breska utanríkisráðuneytið hefur staðfest við BBC fréttastofuna að sendiherrann verði ekki viðstaddur brúðkaupið. Þess má geta að það er Elísabet drottning sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um hverjir eru boðnir og hverjir ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×