Fótbolti

Hoffeinheim tapaði en Gylfi skoraði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Sigurðsson, leikmaður Hoffeinheim, var á skotskónum fyrir lið sitt sem tapaði fyrir Bayern Leverkusen 2-1 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Markið má sjá hér að ofan.



Gylfi kom Hoffenheim yfir á 28.mínútu leiksins, en það tók Leverkusen aðeins tíu mínútur að jafna metin, en þar var að verkum Michal Kadlec. Arturo Vidal skoraði síðan sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks.

Eintracht Frankfurt gerði 1-1 jafntefli við  Bayern Munich, en FC Bayern er í fjórða sæti deildarinnar í harðri baráttu um laust sæti í Meistaradeild Evrópu og því eru þetta virkilega slæm úrslit, en Frankfurt er í 15.sæti deildarinnar.



Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen  2 - 1  Hoffenheim

Eintracht Frankfurt  1 - 1  Bayern Munich

Schalke  0 - 1  Kaiserslautern

St. Pauli  1 - 3  Werder Bremen

Stuttgart  3 - 0  Hamburger SV










Fleiri fréttir

Sjá meira


×