NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 09:05 Phil Jackson á leiknum í gær. Mynd/AP Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira