NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira